22.9.2009 | 15:43
Tímabær aðgerð
Ég tel að þessi aðgerð sé löngu tímabær. Vonandi skiptir ekki lengur máli hvernig tekið er á málum eftir búsetu en lengi hefur verið orðrómur um að það séu ekki allir jafnir fyrir skattalögum í landinu og það skýrt með því að ekki sé samræmi í málsmeðferð skattstjórann. Ef það er rétt þá verður það vonandi úr sögunni með því að hafa landið eitt skattaumdæmi.
Mér skilst að þannig sé því hátta í okkar nágranalöndum og því merkilegt af hverju við í þessu örríki þurfum að hafa marga skattstjóra. Næsta skref er að gera skattareglur einfaldari og gagnsærri þannig að ekki sé lengur hægt að nýta sér lagakróka til að skjóta undan skatti. Ríkisjóður er jú bara við fólkið og það vilja allir fá sem besta þjónustu frá ríkinu en færri greiða kostnaðinn.
Ísland eitt skattumdæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.