Er álit lögmanna einhvers virði?

Ég get varla séð á þeim lögum sem þegar eru í gildi að lögmenn gefi almennt góð ráð.  Stór hluti laga er meingallaður, oft eru lögin þrælgloppótt, ótrúlega flókin og skrifuð þannig að vonlaust er fyrir tvo lögmenn að lesa það sama úr þeim.  Síðan vantar oft viðurlög eða að þau eru hlægilega léttvæg og sektarákvæði næstum aldrei bundin verðlagsviðmiðunum.  Hver er skoðun lögmann á því?  Eru þetta dæmi um góðar ráðleggingar?

Ég held að þeir lifi í öðrum heimi þar sem mottóið er "til hvers að hafa lögin einföld ef hægt er að hafa þau flókin" og að það sé þeirra aðal ráðlegging hingað til.

Þess utan er vert að benda á að stórhluti alþingismanna og ráðherra eru lögmenn og því mætti lesa  dálitla sjálfsgagnrýni í þessu.

Væri ekki réttarar að lögmannafélagið beitti sér fyrir hreinsun og uppfærslu á lagasafni þjóðarinnar og hefði að markmiði  jafnræði, sanngirni og gegnsæi í nýjum og/eða endurbættum lögum. Þá væri kannski möguleiki að almenningur skyldi þau. 

#Réttaröryggi þarf líka að vera fyrir þolendur en ekki bara fyrir sakborninga!


mbl.is Lögmannafélagið gagnrýnir vinnubrögð Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband